Wednesday, November 30, 2011

Föður, sonar og heilags anda






Hátíðleg stund fyrsta sunnudag í aðventu.
Litli frændi fékk nafn og allt var hvítt og við hlustuðum á fallega tónlist og sumir fóru í sunnudagsskólann í fyrsta sinn og fengu Jesúmynd og allir borðuðu á sig gat og ég drakk 10 kaffibolla og var glöð.

Tuesday, November 22, 2011

Yljandi






Yljandi föndurstund og kaka...

Monday, November 14, 2011

Ómissandi








5 ár og nokkrir dagar síðan þetta magnþrungna,ofurhressa, símalandi, útúrsteikta eintak af mannveru kom í heiminn. Svei mér ef hann gerir heiminn ekki að aðeins betri stað.
Heppnin var með okkur, stórafmælið bar upp á sunnudegi og eins og afmælislög gera ráð fyrir þýðir það óskastund og afmælisbarnið ræður.

Sunday, November 13, 2011

Pastelperri




Fékk þetta sjúskaða borð sem ég vil eiginlega ekki vita hvað kom fyrir á 500 kr.
Pastelperrinn heimtaði yfirhalningu.

Friday, November 11, 2011

Frænkur + 1





Einn vetrarfrísdag í október þegar við gengum í dalnum og uppfylltum ósk um skautaferð með frænkum.

Wednesday, November 9, 2011

Ókei þá....












Bekkjarafmæli dóttur sló fyrra met var haldið 3 mánuðum síðar af ýmsum góðum og gildum ástæðum. Takmarkið var að ná því fyrir afmæli bróðurs og við rétt mörðum það... 2 dögum fyrr.
Kastalakakan var pöntuð í þriðja og síðasta sinn að sögn afmælisbarnsins því að nýjar bekkjarsystur máttu til með að sjá hana líka. Það var alveg ný upplifun að halda afmæli sumarbarns í skammdeginu en notarlegt engu að síður.
Fögnuðurinn var mun æstari en myndirnar bera vott um og innihélt meðal annars allskonar hressa leiki, uppistand í boði bekkjarsystra inni í stofu og úti á svölum og ekki eins kærkomið uppistand bróðurs alls staðar.
Afmæli ,viltu byrja með mér?