


















Seitjándi júní.
Við reyndum að uppfylla helstu óskir þann daginn. Þræddum bæinn þveran og endilangan í leit að sleikjósnuddu sem voru allar uppseldar nema með lakkrís. Sumir gerðu sér priksnuddu að góðu en aðrir fengu ljósasleikjó í staðinn. Ljósasjóið endaði reyndar brotið á gólfinu en við bræddum sykur og klístruðum honum saman aftur. Sleikjóar eru aldrei eins æsispennandi og akkúrat þennan daginn.