Friday, March 21, 2014

Gleðisprengja

Leifar af afmæli síðan einhverntíman í nóvember. Ég er ennþá að finna eitt og eitt snifsi á víð og dreif og um daginn væna hrúgu á bak við mynd á stofuveggnum. Það er vel þess virði að sprengja eins og eina gleðibombu sem gerir allt aðeins betra á augabragði.

Wednesday, March 19, 2014

Óður til frelsis og töfra

Ég veit ekki hvað kemur yfir mig við þessar fyrirsagnir en ég kenni Þorsteini Joð um þetta.
Frelsisstytta, Óði hattarinn og galdramaður voru öskudagsóskirnar í ár.
Galdramaðurinn var fljótgerður og mætti afgangi litla skinnið. Frelsisstyttan tók líka furðu stuttan tíma en ég líktist sennilega óðum hattara þegar ég æddi út í búð með heita límbyssuna að kaupa límáfyllingu fyrir hattagerðina nokkrum mínútum í lokun. Já og klippti djúpt í fingurinn á mér við hnappagatagerð. Ég vissi að að það myndi einhverntíman borga sig að eiga 10 metra af appelsínurauðum flauelsgardínum. Hverfið hennar ömmu er svo vænlegast til nammivinnings og krakkarnir stóðu sig hetjulega að hlaupa á milli húsa í endalausu snjókomunni. Þessi snjór kom annars sjálfkrafa inn á myndirnar þegar ég hlóð þeim inn á picasa og mér fannst það svo lúðalega frábært að ég leyfði honum að vera. 

Monday, March 17, 2014

Svínslegt



Sitthvað bleiktóna á heimilinu í dag...