9. Afmælisdagur dóttur í ágúst.
Hún er komin á það stig að fá þurrskreytingar og silkiborða utan um pakkana sína. Ég er í það minnsta komin á það stig.
Afmælismorgun heldur áfram að vera stórmál á hverju ári og við gerum okkar besta við að uppfylla væntingar afmælisbarnsins hverju sinni. Við gátum að vísu ekki breytt veðrinu en það rigngdi aldrei þessu vant svo plön um sumarkjól á ströndinni fuku út í veður og vind á mjög svo dramatískan hátt. Við buðum hinsvegar frænkum og bestu vinkonu í hádegismat og kaffiboð, 6 börn fóru á frumsýningu í bíó, borðuðu uppáhaldsmat og glensuðu út í eitt.
Fínasta fínt.
3 comments:
Vá, rosalega er allt fallegt**
:)
já allt svo fagurt Kolla mín <3
Takk góðu mínar*
Post a Comment