Nú hefur vefversluninLakkalakk flutt lagerinn sinn á Skúlagötu 30 á 2. hæð, við hliðina á Kex hostel. Systur héldu því innflutningsgill á nýja staðnum þar sem viðskiptavinum gefst tækifæri til að máta fagrar flíkur a.m.k. tvisvar í viku en oftar í kringum Airwaves.
Opnun Netagerðarinnar við Nýlendugötu 14, þar sem 7 flinkar konur eru með vinnustofu og verslun með fegurð og fíneríi sem þær skapa sjálfar. Ég kem aftur.
Þetta ljós var skilið eftir í íbúðinni þegar við fluttum inn. Það var glært og ég hugðist láta það hverfa en ákvað fyrst að prófa að spreyja það gult og máta í herbergi dóttur við mikinn fögnuð. Afar royal.