Monday, June 27, 2011

Sirkus, sjór og sleikjóar










Seitjándi júní.
Við reyndum að uppfylla helstu óskir þann daginn. Þræddum bæinn þveran og endilangan í leit að sleikjósnuddu sem voru allar uppseldar nema með lakkrís. Sumir gerðu sér priksnuddu að góðu en aðrir fengu ljósasleikjó í staðinn. Ljósasjóið endaði reyndar brotið á gólfinu en við bræddum sykur og klístruðum honum saman aftur. Sleikjóar eru aldrei eins æsispennandi og akkúrat þennan daginn.

Friday, June 24, 2011

Frjálslegt fas



Síðastliðin ár hefur það gefist vel að andlitsmála heima fyrir 17. júní.
Misdramatískar óskir og útfærslan frjálsleg í stíl. Ég stakk samt ekki upp á svarta varablýantinum.
Engar biðraðir.

Monday, June 20, 2011

Konunglega...








Einn í uppáhaldshópnum og verðandi nágranni átti afmæli.
Við fögnuðum fram á kvöld og allir skemmtu sér konunglega sem endranær.

Sunday, June 12, 2011

Sirkusdýr





Það var viðeigandi að apakötturinn sem kann best við sig á hvolfi fengi að fara á sirkusnámskeið fyrstu vikuna í sumarfríinu.

Saturday, June 11, 2011

Spennandi...




Á nýjum stað í lífinu*

Wednesday, June 8, 2011

Kex








Kvöldstund á Kex í frábærum félagsskap.
Mæli heilshugar með þeim stað og mun koma aftur og skoða aðeins betur.
Á leiðinni heim var sólarlagið svo fagurt að ég óskaði þess aldrei þessu vant að lenda á rauðu ljósi en lenti á grænu alla leið.
Ég tók því myndir út um gluggann á ferð...til fyrirmyndar, ég veit.