Thursday, June 24, 2010

Nr. 16, villiblóm og ógeðisdrykkur



Vika 16.
Einu sinni sáði ég fínum blómafræjum, hugsaði afar vel um þau og beið spennt eftir að útkomunni...sem varð villiblómið valmúi. Ég miskildi eitthvað myndina á pakkanum en varð engu að síður ofsa stolt.
Já og stundum verður maður að fá sér sellerí og gúrkudrykk sem er vonandi jafn hollur og hann er vondur til að jafna út bömmer yfir Aktu Taktu ostborgaratilboðskjammsi...hvað ég elska hamborgara!

12 comments:

Anonymous said...

Juuu til hamingju með kúluna, ekkert smá flott og fín.
Grænu drykkirnir þeir jafna út allt ógeð og þú gætir átt inni einn feitan ostborgara samt sem áður!
Flott blogg sem ég hef fylgst með en aldrei skilið eftir slóð fyrr en nú...
knús
Halldóra (smíðagellz)

Augnablik said...

Veii takk Halldóra og ég elska að þú skiljir eftir spor*
Hjúkk að þeir grænu jafni þetta út því ég fékk mér einmitt annan feitan í dag...ekki Aktu taktu en samt;)
***

Kristrún Helga(Dúdda) said...

Ég Elska valmúa! Finnst hann svo krúttlegur! :-)

Skil þó svekkelsið þegar þú ert búin að sá..

Augnablik said...

Já mér finnst valmúi líka æði en bara ekki alveg það sem ég átti von á úr pokanum;)Þessi á myndunum vex samt villt*

The Bloomwoods said...

fallegur kjóllinn þinn! :)

Augnablik said...

Takk þetta er kjóll úr Zöru og svo pils yfir,úr dúkkukrók af leikkskóla sem ég vann á fyrir mörgum árum;)

Tóta said...

ótrúlega fallegar myndir af ótrúlega fallegri stelpu ;)

Fjóla said...

Þú og blómin þín og hugmyndirnar þínar eru náttúrulega BARA dásemdin ein ! Dásamlegt dúkkukrókapils, dásamleg blóm og dásamleg kúla þín.
No komment á ógeðisdrykkinn tíhíhí :)
xoxo

Ása Ottesen said...

Fallega fljóð í fallegum kjól.

Tjúúúúú tjúúúú

P.s. Ég er SJÚK í hamborgara...Anskotans vesen.

Augnablik said...

Takk fallegu og góðu mínar*
Nei sá græni á varla skilið að fá komment en hann venst samt ágætlega,honum til varnar;)
Þetta hamborgarafetish nær bara nýjum hæðum,ég er alltaf til í einn...alltaf!
xxx

ólöf said...

haha úff..sellerígúrkudrykkur, ekki það mest spennandi sem ég hef heyrt..ég er ekki nógu viljasterk til að drekka ógeðisdrykki..við gerum samt oft djúsa og jógúrtmix hér heima en reynum oftast að hafa það gott:) voða krúttó mynd af honum samt sem áður:)

Augnablik said...

Heh já ég reyni nú oftast að hafa þá bragðgóða en þessi á að vera svo mikið dúndur að ég læt mig hafa það einstaka sinnum;)